15.02.1927
Neðri deild: 6. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2107 í B-deild Alþingistíðinda. (1637)

24. mál, afnám kennarastóls í klassískum fræðum

Jakob Möller:

* Jeg sá ekki betur en þær sakir, sem háttv. þm. Borgf. taldi á sig bornar, bæri hann á mig. Jeg sagði ekki, að þessi fræði væru ónauðsynleg, heldur vitnaði jeg í hans eigin ummæli, þar sem hann sagði, að það væri ekki vegna latínunnar sem nauðsynlegrar fræðigreinar, að hann vildi auka hana við mentaskólann, heldur væri það í von um, að hún minkaði aðsókn að skólanum. Út frá þessum forsendum gerði jeg honuin upp orðin, að hann vildi láta menn læra alóþarfa fræðigrein. Jeg tek því ekkert aftur af því, sem jeg hefi sagt.

* Ræðuhandr. óyfirlesið.