30.03.1927
Neðri deild: 42. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2145 í B-deild Alþingistíðinda. (1669)

37. mál, fjáraukalög 1926

Magnús Torfason:

Jeg vildi aðeins geta þess, að jeg fyrir mitt leyti get ljeð þessari till. atkv. frá því sjónarmiði, að jeg tel ríkissjóð sleppa vel að þurfa ekki að borga meira en þessa litlu upphæð, því að þessi kirkja hefir kostað söfnuðinn 8000 kr., sem hann skuldar og verður að borga. Hefði átt að byggja kirkjuna á landsins kostnað, hefðu þessi útgjöld orðið meiri en þau, er till. fer fram á.

Jeg vil taka það fram viðvíkjandi því, sem hæstv. fjrh. (JÞ) sagði, að mjer er kunnugt um, að út- og innborgunum ríkissjóðs er haldið opnum fram í apríl, svo að ekkert er því til fyrirstöðu, að þessi útborgun teljist til ársins 1926 í landsreikningi.