29.04.1927
Efri deild: 61. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2152 í B-deild Alþingistíðinda. (1694)

78. mál, fræðsla barna

Frsm. (Jónas Jónsson):

Hv. þm. A.-Húnv. (GÓ) hitti nefndina að máli vegna brtt. sinnar, og hún var lítið eitt rædd. Við fengum fræðslumálastjóra til að koma á fund, og hann hafði það við brtt. að athuga, að hún gæti rekið sig á launalögin. Það mætti nú, ef til kæmi, breyta launalögunum, en jeg er ekki viss um, að þess þurfi. Jeg sje ekki annað en að till. sje til bóta. Jeg vil benda á, að fordæmi eru þegar fyrir hendi. Jeg veit ekki betur en að í Mosfellssveit sje unglingaskóli að minsta kosti 1 dag í viku starfræktur beinlínis í sambandi við barnaskólann. Presturinn kennir og barnakennarinn líka.