29.04.1927
Efri deild: 61. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2152 í B-deild Alþingistíðinda. (1695)

78. mál, fræðsla barna

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg er ekki við því búinn að taka afstöðu um þetta launaatriði. Það mun vera rjett hjá hv. 1. landsk. (JJ), að unglingakensla fer fram í Mosfellssveit, en jeg er ekki viss um, að sú kensla reki sig neitt á ákvæði launalaganna. Jeg er ekki viss um, nema barnakenslan sjálf taki 30 stundir á viku. En jeg hefi eiginlega ekkert við það að athuga, þó að barnakensla þokaði að einhverju leyti fyrir unglingafræðslunni. En þó að skólahald verði lengt vegna unglingakenslu fram yfir 24 vikur, kemur ekki til mála, að kennarar fái launaviðbót fyrir þann tíma. Það veit jeg ekki, hvort er hugsun hv. þm. A.-Húnv. (GÓ).