07.05.1927
Neðri deild: 69. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2154 í B-deild Alþingistíðinda. (1703)

78. mál, fræðsla barna

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg stend ekki upp til þess að mæla á móti breytingum hv. Ed., en vil aðeins benda á það, að sett hefir verið inn atriði, sem ekki á heima í lögum um fræðslu barná, þar sem segir í enda 2. gr.: „eða til kenslu unglinga 14–17 ára“. En samkvæmt lögum um laun barnakennara, þá samrýmist það ekki þeim lögum að borga úr ríkissjóði til þessarar kenslu. Þetta er að vísu lítill kostnaðarauki og jeg er þessu alls ekki mótfallinn. Jeg vil aðeins slá varnagla, ef mikið verður að þessu gert, og verður þá líklega að breyta lögum um laun barnakennara í samræmi við þetta.