17.05.1927
Neðri deild: 77. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2261 í B-deild Alþingistíðinda. (1751)

18. mál, laun skipherra og skipverja á varðeimskipum ríkisins

Ásgeir Ásgeirsson:

Jeg vil geta þess, að í mótatkvæði mínu liggur sú ósk, ef frv. þetta fellur, að þá verði fyrir næsta þing lagt frumvarp um, að skip þessi verði skólaskip.

Jeg kæri mig ekki um að setja þessa ósk mína fram í dagskrá, en kem með hana hjer.

Jeg er hræddur um, að við munum seint eignast skólaskip, ef við sameinum þau ekki strandvarnaskipunum.