12.02.1927
Efri deild: 4. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2276 í B-deild Alþingistíðinda. (1770)

19. mál, varðskip ríkisins

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg finn ekki ástæðu til þess að fara í deilur við hv. 5. landsk. út af þessu frv. Jeg vona, að heilsa hæstv. atvrh. batni, svo að hann geti sjálfur gert nefnd grein fyrir frv. betur en jeg hefi tækifæri til. Hv. 5. landsk. kom því reyndar upp núna í ræðu sinni, hvað það er, sem hann hefir á móti þessari löggjöf. Það er það, að mennirnir missi rjett til þess að gera verkföll, en þau eru stundum nokkuð kærkomið leikfang sumum þeim, sem ekki þurfa sjálfir að eiga þar hlut að máli.