07.05.1927
Neðri deild: 69. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2366 í B-deild Alþingistíðinda. (1809)

19. mál, varðskip ríkisins

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Það er nú orðið svo áliðið þingtímann, að mjer er ekki vel við, að málið sje tekið af dagskrá. Jeg vil að minsta kosti gjarnan vita, hvenær háttv. þm. (HjV) álítur, að nál. geti komið. (HjV: Á mánudaginn). Er þá hv. þm. samþykkur því, að málið verði tekið á dagskrá á mánudag? (HjV: Já). Fyrst svo er, að nál. getur verið tilbúið þá, vil jeg ekki setja mig á móti því, að málið sje tekið af dagskrá í þetta sinn.