18.03.1927
Neðri deild: 33. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2604 í B-deild Alþingistíðinda. (1886)

23. mál, járnbrautarlagning og virkjun Urriðafoss

Magnús Jónsson:

Það er aðeins hálft orð út af ummælum hv. 2. þm. N.-M. (ÁJ). Hann sagði, sem rjett er, að jeg hefði verið með að flytja járnbrautarfrumvarpið í fyrra, en spurði svo, hvers vegna jeg vildi ekki flytja það nú, þegar sjeð væri, að miklu meiri líkur væru fyrir því, að brautin bæri sig en hægt hefði verið að benda á í fyrra. Þessu hefi jeg nú raunar svarað áður að nokkru leyti, en skal þó bæta við það örfáum orðum. Jeg vil heldur, að fjelagið leggi brautina, af því að ríkinu er innan handar að taka rekstur hennar að sjer þegar það óskar þess. Það getur með því móti látið prívatfjelag ríða á vaðið og prófa fyrirtækið og reka það erfiðustu byrjunarárin. Þegar reynslan er fengin, er miklu álitlegra að taka afstöðu til þess, hvort ríkið vill inn í það fara.