25.03.1927
Neðri deild: 38. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2649 í B-deild Alþingistíðinda. (1902)

23. mál, járnbrautarlagning og virkjun Urriðafoss

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Háttv. frsm. (KIJ) sagði, að sjer þætti mín brtt. ströng í garð væntanlegra sjerleyfishafa, en hv. 1. þm. S.-M. (SvÓ) og fleiri háttv. þm. sögðu, að hún væri of lin í þeirra garð. Það er nú svo, að það er ekki gott að samræma þetta. En jeg er alveg sammála hv. frsm., því að það, sem mín brtt. gerir að verkum, ef hún verður samþ., er það, að sjerleyfishafar fá ekki þann tveggja ára frest, sem gert er ráð fyrir í 10. gr. frv. Jeg vil ekki láta sjerleyfishafa hafa meiri frest en til 1. maí 1929 til þess að byrja á fyrirtækjunum.

Þegar frv. kom frá stjórninni í byrjun, var skýrt tekið fram, að byrjað skyldi á verkinu eigi síðar en 1. maí 1929, en eins og frv. er nú, er ekki hægt að átelja það, þó að ekki verði úr framkvæmdum fyr en árið 1931. Að þessu leyti er mín brtt. harðari en till. nefndarinnar. Þá segir mín brtt. ennfremur, að ef lagningu járnbrautarinnar verði ekki haldið áfram með svo miklum hraða, að henni verði lokið á fjórum árum, fellur sjerleyfið niður, og ennfremur ef verkið stöðvast alveg. Það, sem þá hefir verið unnið, yrði þá eign ríkissjóðs. Jeg vona, að allir sjái, að það er ekki einskisvert að vera laus við sjerleyfishafa þegar árið 1929, ef verkið verður ekki hafið þá. Ef til vill mætti þá gera eitthvað annað frá 1929 til 1931. Jeg get ekki sjeð, til hvers það er tekið fram í 3. málsgr. 10. gr., að ef verkið stöðvast á 1. eða 2. ári, skuli leyfið falla niður. En ef það stöðvast á 3. eða 4. ári, — hvað þá? Jeg skal viðurkenna það, að eftir því, sem verkið er lengra komið, því minni líkur eru til, að það stöðvist. Jeg vona því, að hv. deild geti fallist á mína brtt., því það var beint skilyrði af minni hálfu í samningunum við fjelagið, að byrjað yrði á verkinu 1. maí 1929. Þessu til viðbótar skal jeg taka það fram, að sjerleyfishafi verður sem fyrst að hafa það fje á reiðum höndum, eða vissu fyrir því fje, sem þarf til járnbrautarinnar.

Viðvíkjandi ræðu hv. 1. þm. Reykv. (JakM) verð jeg auðvitað að beygja mig fyrir því, að hann hefir greitt atkv. með nafnakalli á móti 3. gr. Dynjandisjerleyfisins. En það verður að virðast mjer til vorkunnar, þó að jeg muni ekki öll nafnaköll, og svo er það ólíkt hans venjulegu framkomu að láta það viðgangast, að mál, sem hann er andvígur, sje flutt í nafni nefndar, sem hann er í, án þess að hann taki nokkru sinni til máls til þess að skýra frá, að hann sje mótfallinn, þótt flm. sje.

Þegar þessi hv. þm. talar um þetta mál, talar hann eins og hjer sje um að ræða alt vatnsaflið í Þjórsá. Þetta er vitanlega aðeins blekking, því að hv. þm. veit betur; hann veit, að það er aðeins einn foss, sem ætlunin er að virkja, og hann veit líka vel, að í Þjórsá er margfalt meira afl en þetta, og þegar hv. þm. talar þannig um þetta, getur það ekki bygst á öðru en því, að hann haldi, að þessi byrjun muni reynast svo vel, að fjelagið vilji bæta við sig og fái leyfi til þess.

Þá taldi hv. þm. ófært að láta útlendinga starfrækja járnbrautina. Sú 1. þm. Reykv., yrðu hans brtt. samþ. En um mig er það að segja, að jeg mun ekki greiða frv. atkv., þó brtt. mínar verði samþyktar. Jeg verð altaf á móti þessu máli.

Hinsvegar vildi jeg með brtt. minni sýna það, að ef á annað borð á að opna landið fyrir erlenda stóriðju, þá megi ekki minna vera en að landsmenn njóti þar góðs af, t. d. með því að bændur fái áburð til aukinnar jarðræktar með góðum kjörum.

Nú hafa nokkrir hv. þm. úr samgöngumálanefnd borið fram brtt. við mína brtt. og þar með fallist á, að nauðsynlegt sje, að bændum verði eitthvað ívilnað með áburðarkaupin. En það, sem á milli ber, er það, að jeg er harðari í kröfum. Jeg get ekki fallist á, að verðið sje miðað við framleiðslukostnað, og það af þeim ástæðum, að mjer skilst, að ekki sje auðvelt að vita um það hjá fjelaginu, hver hinn raunverulegi famleiðslukostnaður er. Jeg fer fram á, að áburðurinn afhendist í Reykjavík við verði, sem sje 25% lægra en á tilsvarandi Noregssaltpjetri í stórsölu frá verksmiðju í Noregi, en hinir treysta sjer ekki til þess að fara lengra en að segja, að verðið megi ekki fara meira en 5% fram úr vinslukostnaði og ætíð vera 5% undir heildsöluverði samkynja áburðar í Noregi. Með þessu móti viðurkenna þeir, að ekki megi minna vera en að bændur fái áburðinn með þessum kjörum, en mjer finst þar of skamt gengið, þegar litið er á þau rjettindi og ívilnanir, sem þessu stórgróðafjelagi eru veitt. Þess vegna held jeg fast við mína brtt., þó að jeg hinsvegar játi, að hin brtt. sje til nokkurra bóta.

Þá vil jeg með nokkrum orðum gera grein fyrir afstöðu minni til þessa máls. Jeg hefi altaf verið á móti því, að erlendum gróðabrallsmönnum yrðu veitt hjer sjerstök hlunnindi. Að vísu neita jeg ekki, að þetta frv. er að sumu leyti skárra en það, sem að lögum varð í fyrra, og á jeg þar við járnbrautina, sem nú á að fylgja með, þessi „tálbeita“, sem hæstv. atvrh. nefndi svo oft í ræðu sinni. En fyrir mjer er hún samt ekki sú tálbeita, að jeg hennar vegna sjái mjer fært að fylgja frv. Jeg veit, að ríkið verður að sjá austursýslunum fyrir bættum samgöngum, þessu stærsta landbúnaðarsvæði landsins, og að sumir telja, að nú sje úr þeim vandræðum greitt, þar sem útlendingar kosti brautina að mestu leyti. En þótt aldrei nema nokkurnveginn vissa væri fyrir því, að brautin kæmi, þá álít jeg samt ekki svo mikið keppikefli að fá hingað útlent fje og erlenda menn til atvinnurekstrar, að við þá eigi að slaka frá lögum landsins, en setja þeim fremur ný og sjerstök lög að starfa undir.

Mjer finst ekki úr vegi í þessu sambandi að minna á það, að tekjur ríkissjóðs á undanförnum árum hafa oltið á 10 miljónum króna, en að stofnfje þessa fjelags, sem ætlar að hefja hjer atvinnurekstur í stórum stíl, er áætlað um 40 miljónir. Jeg veit ekki, hvað bíður okkar, þegar slíkum peningastraum er veitt inn í landið. Og jeg segi fyrir mitt leyti, að jeg vil ekki verða þess valdandi að eiga á hættu að vinna þjóðinni tjón með því að veita slíku peningaflóði í höndum útlendinga yfir landið. Jeg vil ekki stíga slík spor í þarfir útlendinga, sem hingað leita í eigin hagsmuna skyni, skoðun hv. þm. fer mjög í bága við þær háværu raddir, sem heyrst hafa um það, meðal annars á síðasta þingi, að fá útlent fjelag til þess að leggja hjer járnbraut. Jeg get bent hv. þm. á það, að í öðrum löndum eru járnbrautir víða einkafyrirtæki, og jeg sje ekki annað en að ríkisstjórninni sje trygður nógur íhlutunarrjettur með því, að hún á að ákveða flutningsgjöldin og hafa eftirlit með rekstrinum.

Hv. þm. þótti jeg ekki nógu strangur við sjerleyfishafa, en það komu fram aðrar raddir um, að jeg væri of harður, svo að það er hjer sem oftar, að það er erfitt að gera svo öllum líki. Það er algerlega rangt hjá hv. þm., að jeg hefði sagt, að jeg teldi mig vera fulltrúa bæði fyrir Titan og landsmenn. Það hefi jeg aldrei sagt, enda væri það fjarri öllum sanni. En hitt sagði jeg, að það væri ekki til neins að setja svo ströng skilyrði, að það sje fyrirfram sjeð, að ekki yrði gengið að þeim. — Það er enginn vandi að setja ströng skilyrði, en það er vandi að setja hæfilega ströng skilyrði, svo að landið fái sitt án þess að gengið sje of nærri leyfishafa.

Það, sem hv. 4. þm. Reykv. sagði út af minni brtt., var alt tómur misskilningur. Ef mín brtt. verður samþ., fellur sjerleyfið úr gildi þann 1. maí 1929, ef ekki verður byrjað á verkinu fyrir þann tíma. Og ef ekki er haldið áfram, svo að því verði lokið á 4 árum, er sjerleyfið einnig úr gildi, og eins ef verkið stöðvast alveg.

Hv. 4. þm. Reykv. viðurkendi, að þetta mál væri mjög mikilsvert fyrir Reykjavík, og e. t. v. ekki eins mikils virði fyrir neinn annan stað á landinu, og vænti jeg því, að hann sem fulltrúi Reykjavíkur greiði ekki atkv. á móti þessu frv. — Um virkjun Sogsins er ekki ástæða til að ræða hjer; það mál liggur ekki fyrir. Hv. þm. sagði, að þegar verið væri að herða á skilyrðum við Titan, stæðum við, jeg og hv. frsm., á móti. En þetta er misskilningur. Fyrir okkur vakir aðeins það að setja ekki svo ströng skilyrði, að væntanlegir sjerleyfishafar gangi frá. Þeir verða gagnvart fjármálamönnum að geta sýnt fram á, að líkindi sjeu til, að reksturinn geti borið sig.