27.04.1927
Neðri deild: 60. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2875 í B-deild Alþingistíðinda. (1984)

23. mál, járnbrautarlagning og virkjun Urriðafoss

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg skal ekki deila við háttv. 4. þm. Reykv. (HjV) um það, hvort hann er að vinna á móti hagsmunum síns kjördæmis eða ekki. Jeg býst við, að hann telji sig vera að vinna fyrir það, að minsta kosti vil jeg ekki gera honum neinar getsakir í því efni. Hitt er jeg viss um, að honum missýnist í þessu máli.

Út af fyrirspurn hv. þm. um það, hvort jafnerfitt sje að útvega 5–6 miljónir og 100 miljónir að láni, vil jeg segja það, að það fer alt eftir því, hverjir leita lánsins. Það getur verið erfiðara fyrir suma að útvega 5 miljónir en fyrir aðra að útvega 100.