25.04.1927
Efri deild: 57. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3101 í B-deild Alþingistíðinda. (2021)

20. mál, Landsbanki Íslands

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Það eru aðeins örfá orð út af úrskurði hæstv. forseta.

Jeg hefi jafnan skilið umrætt ákvæði gr. þannig, að með því væri engum kjörgengum borgara landsins meinuð þingseta, heldur takmörk sett fyrir því, hverjir borgarar geti verið bankastjórar, þannig að alþingismenn geti ekki haft þann starfa á hendi. En þar sem orðalag greinarinnar hefir valdið ágreiningi, mun jeg við 3. umr. bera fram till. um breytingu á orðalaginu, sem gerir það alveg vafalaust, að merkingin er sú, sem jeg nú sagði.