28.04.1927
Efri deild: 60. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3144 í B-deild Alþingistíðinda. (2035)

20. mál, Landsbanki Íslands

Forseti (HSteins):

Hv. 5. landsk. (JBald) hefir beiðst úrskurðar forseta um fyrstu brtt. á þskj. 439, frá hæstv. forsrh. Jeg sje ekkert því til fyrirstöðu, að tillaga þessi verði borin undir atkvæði, en vísa að öðru leyti til úrskurðar míns um 47. og 68. gr. frv. við 2. umr. málsins.

Þá hefir hv. 1. landsk. (JJ) sömuleiðis beiðst úrskurðar forseta um eitt orð, er fram kom í ræðu hjá hv. 6. landsk. (JKr) við 2. umr. í málinu. Jeg lít svo á, að það heyri ekki undir verksvið forseta að kveða upp úrskurði eftir á um orð eða setningar, sem löngu áður hafa komið fram í ræðum þingmanna. (JJ: Jeg átti við, hvort orðið væri þinghæft). Þar um átti hv. þm. að beiðast úrskurðar forseta þegar í stað. Og hafi þm. einhverja athugasemd að gera við slíka úrskurði forseta, þá eiga þær að koma strax fram.