03.05.1927
Neðri deild: 65. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3196 í B-deild Alþingistíðinda. (2058)

20. mál, Landsbanki Íslands

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Má jeg segja nokkur orð utan dagskrár? — Jeg hefi átt tal um það við hv. form. fjhn. (KIJ), og vil, að það komi einnig fram í deildinni, að æskilegt væri, að hv. nefnd legði sjerstaka áherslu á afgreiðslu þessa máls. Þetta mál mun einna skemst komið af þeim stórmálum, er nú liggja fyrir hinu háa Alþingi, og gæti vel farið svo, að hver dagur, sem afgreiðsla þess tefst, þýddi tilsvarandi lengingu þingtímans. — Út af þessu vil jeg beina þeim tilmælum til hæstv. forseta, að hann reyni að haga deildarfundum þannig, að hv. fjhn. gefist tími til starfa.