15.02.1927
Efri deild: 6. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3331 í B-deild Alþingistíðinda. (2112)

2. mál, stjórnarskipunarlög

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

* En honum hefir sjest yfir, að það þýðir ekki það sama og að þing komi saman á hverju ári til þess að semja fjárlög með tilliti til þeirra breytinga á ástandinu, sem fyrirsjáanlegar eru, þegar svo er ástatt, að fjárlögin eru samin svo löngu fyrirfram, að breytingarnar eru með öllu ófyrirsjáanlegar. (JBald: Þingið getur gert margvíslegar ráðstafanir). Þegar á að setja áætlun um afkomu tíma, sem ekkert verður vitað um, — og það er nú altaf gert —, þá sje jeg ekki annað en að eins megi gilda, hvort heldur er fyrir eitt eða tvö ár. Óvissan er ekkert meiri fyrir tvö ár. Meira að segja, ef farið er eftir líkum, þá má gera ráð fyrir, að takast megi að komast nær hinu sanna með áætlun, sem tekur yfir tvö ár í senn, heldur en með áætlun, sem tekur til eins árs. Þá eru altaf nokkrar líkur til þess, að árferði þessara tveggja ára kunni að vega upp hvort á móti öðru.

*Upphaf ræðunnar vantar. — J.Þ.