02.05.1927
Neðri deild: 64. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3531 í B-deild Alþingistíðinda. (2174)

2. mál, stjórnarskipunarlög

Frsm. meiril hl. (Jakob Möller):

Jeg kann ekki við það að láta umræður falla niður um svona merkilegt mál svona snemma kvöld, og það því fremur þar sem lítið hefir verið um þetta mál rætt frá almennu sjóarmiði, sem þó er hlutverk 3. umr. Jeg vil því leyfa mjer að fara nokkrum orðum um þetta mál frá almennu sjónarmiði og minna hv. þingdeildarmenn á, hvað hjer er verið að gera.

Það er talið að þetta frv. sje borði fram í sparnaðarskyni. En jeg þykist sjá fram á það að það muni leiða til hins mesta ósparnaðar. Jeg hygg að þingið geti ekki fundið upp nokkra ráðstöfun á stjórnarfyrirkomulaginu, sem yrði ríkissjóði dýrari en einmitt þessi að taka upp þinghaldi annað hvert ár. Það er enginn vafi á því að þó fjárlagaþing verði ekki haldið nema annaðhvert ár, það verður haldið aukaþing hitt árið, og fjárlagaþingið mun auk þess verða miklu lengra en fjárlagaþingin eru nú. Þau standa nú yfir í 4 mánuði, en jeg tel fyrirsjáanlegt að frjárlagaþing annað hvert ár, muni ekki standa skemur en 11/2 mánuð, og sjest þá, að sparnaðurinn verður ekki mikill. Mjer virðist því fremur sýnt, að þetta muni auka útgjöld ríkissjóðsins og auk þess verða fjárlögin sett í meiri blindni eftir en áður. Þá einnig annað atriði, að valdið færist meira út höndum þingsins og yfir til stjórnarinnar. Einn hv. þm. gat þess við 2. umr. að þetta væri gott, en jeg er á gagnstæðri skoðun um það. Meðan við höfum þingræði, þá er það auðvitað að þingið, sem á að ráða mestu um úrslit landsmálanna. Jeg vil beina athygli þessa hv. þm. að því hvort hann muni ekki hafa einblínt á það, að hann er ánægður með þá stjórn sem nú situr við völd. Því telji hann það ver farið að sú stjórn, sem hann treystir, hafi sem mest völd. En vill hann með jafnglöðu geði afsala völdunum í hendur þeirrar stjórnar, sem hann ekki treystir. Jeg efast um það.

Jeg verð að líta á þetta spor, sem hjer er stigið sem stórt skref aftur á bak. Jeg get ekki varist þess að láta undrun mína í ljós yfir því að slíka uppástunga sem þessi skuli geta komið fram, að þessu standa bæði Framsóknarflokkurinn og Íhaldsflokkurinn. En þetta er ekki framsókn, það sjá allir. Þetta er ekki íhald, það sjá allir. Þetta er hreint afturhald. Jeg er hræddur um ef þetta verður samþykt, að þá verði hætt að tala um bæði íhöldin hjer á þingi; það verður talað um bæði afturhöldin.