04.05.1927
Neðri deild: 66. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3533 í B-deild Alþingistíðinda. (2176)

2. mál, stjórnarskipunarlög

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg hlýddi á ræðu hæstv. forsrh. um þetta mál í gær og afstöðu hans til brtt minnar á að tryggja að ekki sje gálauslega veitt sjerleyfi í stórum stíl til atvinnurekstrar. Einnig kyntist jeg þá afstöðu hans til einstaka brtt. Hann mælti með því að 3. brtt. verði samþ. og geri jeg ráð fyrir, úti frá því, að ekki muni hægt að hafa samtök um að koma þessu máli í gegn á þeim grundvelli, sem það liggur nú fyrir. Jeg vil því athuga fyrir mitt leyti hvort ekki sje rjett að reyna að koma fleiru að, og út frá þessari nýju aflstöðu vil jeg mælast til að fá frest til þess að athuga, hvaða afstöðu nú eigi að taka til málsins. Jeg vil því fara fram á það við hæstv. forsteta, að atkvæðagreiðsla fari ekki fram fyr en eftir kaffihlje, svo að hv. þm. gefist tækifæri til þess að athuga þetta.

Jeg gat þess, að ef ekki fengist samkomulag um málið svona eins og það liggur fyrir, þá hefði jeg tilhneigingu til þess að greiða atkvæði með einstökum brtt., og eftir að þetta er fram komið hjá hæstv. ráðh. mun jeg hníga að því ráði.

Mun jeg þá víkja að mótbárum hæstv. forsrh. gegn till. mínum á þskj. 486. Hann er sjerstaklega mótfallinn því, að það ákvæði verði sett í stjórnarskrána, að ekki nægi samþykki eins þings til þess að velta vatnsorkusjerleyfi. Mjer skildist á hæstv. ráðh., að hann álíti það yfirleitt til bóta að veira slík sjerleyfi, en þar er mikill skoðanamunur hjá hæstv. ráðh. og mjer. Nú eru allmörg sjerleyfi á döfinni, og verði þeim sint, getur af því stafað mikil hætta fyrir þjóðfjelagið í heild sinni. Við erum þá komnir út á svo hálan ís, að erfitt mun að stöðva sig.

Hæstv. ráðh. sagi, að það væru hagsmunir heildarinnar, sem sjerstaklega væru teknir til greina, þegar teknar væru ákvarðanir um jafnmikilsverð má. En að eru dæmi til þess, bæði frá þessu þingi og því síðasta, að hagsmunir einstaklinga hafa ráðið meiru, þegar sótt hefir verið um slík sjerleyfi. Frá sjónarmiði þeirra, sem líta á þetta eins og jeg, skiftir það miklu máli að fara gætilega þjóðernisins vegna að veita slík vatnsorkusjerleyfi, og því fyllilega ástæða til þess að tryggja með stjórnarskrárákvæði, að svo verði gert, einkum þegar þess er gætt, hve fast málið er sótt hjer af fulltrúum fjelaganna.

Síðast gat hæstv. forsrh. þess, að ekki ætti að taka önnur ákvæði í stjórnarskrána en þau, sem snertu heildina. Þar er jeg honum sammála, en það er einmitt hægt að heimfæra til þessa atriðis. Að hleypa útlendu fjelagi inn í landið með 100 milj. kr. stofnfje, eða miklu meira en þjóðarbúskapurinn gefur af sjer árlega, og veita því undanþágu frá sköttum og annari löggjöf landsins, það er sannarlega atriði, sem snertir heildina. Og þjóðerni okkar, sem er það dýrmætasta, sem við eigum, stendur ekki jafnmikil hætta af neinu og einmitt þessu atriði, og það er því ekkert, sem snertir heildina meira en það. Jeg legg því mjög mikla áherslu á, að þessi brtt. verði samþykt.