16.05.1927
Efri deild: 75. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3603 í B-deild Alþingistíðinda. (2208)

2. mál, stjórnarskipunarlög

Frsm. meiri hl. (Ingibjörg H. Bjarnason):

Jeg hefi áður gert grein fyrir afstöðu minni til frv. og mælt með og skýrt brtt. mínar betur en gert er á þskj., og sje jeg ekki ástæðu til að gera það aftur. Jeg hafði við orð, að jeg mundi ef til vildi taka aftur 6. brtt. og get gjarnan lýst því yfir, að jeg tek hana hjer með aftur, með því að jeg býst við, að jeg geti greitt atkvæði með 3. og 4. brtt. á þskj. 569. Að öðru leyti hefi jeg ekki neinu við að bæta það, er jeg hefi áður sagt, með því að ekkert af því hefir verið hrakið.