17.05.1927
Neðri deild: 77. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3608 í B-deild Alþingistíðinda. (2218)

2. mál, stjórnarskipunarlög

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg vil bera fram þá ósk sem formaður stjórnarskrárnefndar, að nefndin mætti fá tækifæri til þess að athuga frv. og taka afstöðu til þess. Enda þótt fundarhlje hafi verið til kl. 8, þá var ekki hægt að kalla saman nefndarfund. En ef frestur fæst, þá hefir nefndin ákveðið að hafa með sjer fund í fyrramálið. Er engin hætta á því, að málið gangi ekki fram, þó að fresturinn verði veittur. — Jeg vildi í þessu sambandi leyfa mjer að beina þeirri spurningu til hæstv. forsrh., hvaða afleiðingar það hefði um kosningarnar nú, ef frv. yrði samþ., — hvort hæstv. ráðh. vildi segja, hvenær hann hefði hugsað sjer að láta kosningar fara fram.