23.02.1927
Efri deild: 12. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 182 í B-deild Alþingistíðinda. (224)

13. mál, uppkvaðning dóma og úrskurður

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Jeg get verið stuttorður um þetta frv. Hæstv. stjórn hefir í athugasemdunum við frv. gert skýra grein fyrir því, hvers vegna hún hefir borið það fram, og hefir allshn. fallist á þær ástæður. Nefndin felst á, að frv. muni spara bæði einstaklingum og hinu opinbera útgjöld, og þó sjerstaklega hinu opinbera, því að í málum, sem setudómarar dæma, er oft veitt gjafsókn og gjafvörn. Út af 4. gr. frv. vil jeg taka það fram, að nefndin skilur hana á þann hátt, að jafngilt sje, hvort dómari tilkynnir aðilja um uppsögn dóms eða úrskurðar þegar hann tekur málið til dóms eða eftir að dómur er genginn, og að dómari þarf ekki að endurtaka tilkynninguna eftir að dómur er genginn, ef hann hefir látið aðilja vita um leið og hann tók málið til dóms.

Að öðru leyti sje jeg ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um þetta, en legg til fyrir hönd nefndarinnar, að frv. verði samþykt.