23.02.1927
Efri deild: 12. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 182 í B-deild Alþingistíðinda. (225)

13. mál, uppkvaðning dóma og úrskurður

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Um leið og jeg þakka hv. allshn. fyrir meðferð hennar á frv. þessu, þá vil jeg taka það fram, að skilningur hv. frsm. (JóhJóh) er rjettur. Stjórnin álítur jafngilt, hvort dómari lætur aðilja vita fyrir eða eftir dómsuppkvaðninguna. En ef það er ekki gert fyr en eftir á, þá verður að gera það svo fljótt sem unt er, því að áfrýjunarfrestur telst, svo sem kunnugt er, frá dómsuppsögn.