10.03.1927
Efri deild: 24. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í C-deild Alþingistíðinda. (2289)

75. mál, ölvun embættismanna, skipstjóra o.fl

Flm. (Jónas Jónsson):

Jeg þarf ekki annað en að henda á það, að í öðrum málslið 1. gr. stendur:

„Sömu refsingu skal hver sá læknir sæta, þótt ekki sje hann embættismaður, sem er ölvaður, þegar hann er að gegna læknisstörfum sínum . . . . “

Þetta hefir hæstv. ráðh. (JÞ) ekki lesið; ennfremur hefir hæstv. ráðh. (Jp) ekki lesið 2. gr., þar sem segir:

„Sömu viðurlög liggja og við því, ef skipstjórar eða stýrimenn, bátaformenn eða vjelstjórar eru ölvaðir við störf sín á skipi því, sem þeir eiga að stjórna eða annast á vjelgæslu . . . . “

Þar kemur sem sje til heill hópur manna, sem nemur hundruðum á öllu landinu. Ennfremur hefir hæstv. ráðh. (JÞ) ekki lesið fyrirsögn frv., þar sem stendur:

„Frumvarp til laga um viðurlög við ölvan embættismanna, skipstjóra o. fl.“ Þar sem hæstv. ráðh. (Jp) hlýtur að vera kunnugt um það, að skipstjórar landsins eru yfirleitt ráðnir hjá einkafyrirtækjum, en ekki hjá ríkinu, þá er það auðsjeð, að það er hvorki fyrirsögn frv. nje heldur 1. eða 2 gr., sem hæstv. ráðh. (JÞ) hefir lesið, og þá er það líklega ekki nema ein grein, 3. gr. frv., sem hæstv. ráðh. (JÞ) hefir lesið, þar sem sagt er, að með brot gegn lögum þessum skuli fara sem opinber lögreglumál.