08.03.1927
Efri deild: 22. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 102 í C-deild Alþingistíðinda. (2292)

77. mál, útflutningsgjald

Flm. (Jónas Jónsson):

Á þinginu í fyrra voru gerðar breytingar, allverulegar, til þess að ljetta gjöldum af sjávarútveginum. Þær breytingar eru mönnum hjer í þessari háttv. deild mjög vel kunnar, svo að jeg þarf ekki að fara út í þær; þær náðu bæði til þeirra útvegsmanna, sem veiða þorsk og síld, og voru mjög umfangsmiklar, svo að tjón ríkissjóðs af því, sem gert var þessum atvinnurekendum í vil, mun nema að minsta kosti 400000 króna. En þá var ekki gerð nein svipuð leiðrjetting fyrir Jandbúnaðinn, og það verður maður að telja því undarlegra sem svo stóð á, að þetta mun hafa verið stjfrv., sem þannig ljetti af sjávarútveginum, og mætti þess vegna búast við, að ríkisstjórnin liti þannig á, að ef sjávarútvegurinn þyrfti ljettis við, þá væri sama máli að gegna um landbúnaðinn. En þetta er máske sprottið af vangá. En ef svo er, að hæstv. stjórn hefir gleymt þessu á þinginu í fyrra, þá vil jeg hjer með gefa henni tækifæri til þess að bæta úr þessari gleymsku. Jeg skal taka það fram, eins og sjá má líka á þskj. 127, að þetta frv. er breyting á öðrum lögum en þeim, sem breytt var í fyrra, þegar ljett var af sjávarútveginum skatti af olíu, kohim, salti og síldartunnum. Það er nú fyrir margra hluta sakir þörf á því, að sköttum sje ljett af landbúnaðinum, og skal jeg taka fram fáein atriði. Fyrsti munurinn á því, að láta landbúnaðarafurðir og sjávarafurðir liera útflutningsgjald, liggur í því, að landbúnaðarafurðir, svo sem kjöt, smjör o. 41., fást ekki nema með undangenginni vinnu við ræktun landsins. Landbúnaðurinn byggist á því, að landið sje gert auðugra og bætt með aukinni ræktun. En sama verður ekki sagt um sjávarútveginn. Hann byggist á rányrkju; því meira rán sem framið er, því fátækari verða miðin á eftir. Sjávarútvegurinn þiggur, án þess að gefa nokkuð í staðinn, hliðstætt ræktuninni. pótt útflutningstollur sje hafður á afurðum, sem fengnar eru fyrir lányrkju, þá nær það ekki til þess atvinnuvegar, sem byggist á því, að sökkva fje í jörðina og bæta hana. Við þennan almenna mun bætist það, að hcrfur með sölu landbúnaðarafurða eru nú mjög erfiðar. Bestur markaður fyrir kjötframleiðslu vora er í Noregi, en þar er hár innflutningstollur á þessari vöru. Hún verður því að glíma við tvöfaldan toll, útflutningsgjald heima fyrir og innflutningsgjald á hinum erlenda markaði. Þegar við þetta bætist, að markaðurinn er þröngur í Noregi og verðið fallandi, þá hljóta allir að viðurkenna, að útlitið er ekki gott í framtíðinni með því kaupgjaldi, sem nú er, og kostnaði við framleiðsluna. Vænti jeg því, að hv. deild líti svo á, að fella beri niður með öllu útflutningsgjald af landbúnaðarafurðum.

Það sjest af frv., að tvenn lög eru um útflutningsgjaldið. Með lögum nr. 70, 27. júní 1921, var útflutningsgjaldið ákveðið 1%. En þessu var breytt á þinginu 1925 með lögum nr. 11, 29. maí. Þá var gjaldið hækkað um stundarsakir upp í 11/2%, og skyldi 1/2% fyrst um sinn renna til ræktunarsjóðsins, en eftir 1. jan. 1927 3i tekjuaukans renna til reksturskostnaðar strandgæsluskips, en 1/4 áfram í ræktunarsjóðinn, uns framlag til sjóðsins samkv. þessum lögum er orðin 1 miljón króna. Þó það yrði að leggja á nýtt gjald í stað þessa 1/2/% til ræktunarsjóðsins, meðan verið er að fylla miljónina, þá ætti að gera það á annan hátt en gert er samkvæmt lögunuin frá 1925; því að eftir þeim lögum kemur gjaldið eingöngu á þau hjeruð, sem flytja út, með öðrum orðum: þau hjeruð, sem búa við lakari markaðskjör. Það ætti að koma því svo fyrir, að gjaldið kæmi hlutfallslega jafnt niður á alla þá menn, sem landbúnað stunda, en ekki eingöngu á þá, sem lakari hafa markaðinn. Eins og jeg gat um áðan, gera lögin frá 1925 ráð fyrir því, að tryggja ríkissjóði með þessu gjaldi tekjur til reksturs varðskips. Það á ekki nema um stundarsakir að renna til ræktunarsjóðsins. Þetta ákvæði hygg jeg að allir geti verið sammála uin að fella niður.

Jeg vil að lokum leyfa mjer að óska þess, að frv. verði vísað til hv. fjhn.