08.03.1927
Efri deild: 22. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 113 í C-deild Alþingistíðinda. (2298)

77. mál, útflutningsgjald

Flm. (Jónas Jónsson):

Hv. þm. Vestm. (JJós) segir, að hjer liggi ekki fyrir að ræða um, hvernig gjaldinu til ræktunarsjóðs verði komið fyrir á annan hátt en gert var með lögunum frá 1925. Jeg lít svo á, að þetta gjald væri bráðabirgðarákvæði, og ætlaðist til, að það yrði nánar athugað í nefnd. Hinsvegar er það skýrt tekið fram í greinarg. frv., þó stutt sje, hvers vegna beri að ljetta af landbúnaði skatti þeim, sem á hann er lagður með lögum nr. 70, 1921.

Hv. þm. Vestm. (JJós) er altaf að bera mjer á brýn, að jeg hafi skift um skoðun frá því á þingi 1925. En jeg hefi sýnt honum fram á og sannað, að þetta hafi hans hv. skoðanabræður gert oft og mörgum sinnum, og það í stærri málum, t. d. eins og skattalöggjöfinni.