07.03.1927
Efri deild: 21. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í C-deild Alþingistíðinda. (2301)

63. mál, forkaupsréttur kaupstaða og kauptúna á jörð í nágrannahreppi

Flm. (Jón Baldvinsson):

Þetta frv. er eiginlega framhald af þeim lögum, sem sett hafa verið um forkaupsrjett sveitarfjelaga á jörðum. Í mörgum kauptúnum eru nú orðnir svo miklir erfiðleikar á því að fá nægilegt land, til þess að framleiða það, sem þarf, t. d. mjólk handa íbúum kaupstaða og kauptúna, og þótt jarðir sjeu í nánd, þá eru þær oft þannig setnar, að menn hafa ekki nægilegt fje til að leggja í þær, til þess að þær geti framleitt það, sem nauðsynlegt er. En í það land, sem kaupstaðir og kauptún hafa eignast í

nágrenni við sig, liafa þeir lagt meira til ræktar en annars er venja í sveitum, og þetta er líka mjög skiljanlegt, því að kaupstaðir og kauptún eiga eðlilega hægra ineð að leggja meira fje til ræktunar heldur en fátækir bændur.

Nú er það ekki þannig, að hjer verði neinn verulega greiður aðgangur að kaupum á jörðunum, því að á undan þessum kaupanda eiga leiguliðar og börn, kjörbörn og fósturbörn eiganda og síðan sveitarfjelag forkaupsrjett, og svo er hugsunin, að á eftir þeim komi kaupstaðir og kauptún. Nú er ekki svo að skilja, að þetta geti orðið til neinna vandræða fyrir hreppsfjelögin, sem hlut eiga að máli, því að með þessu fá kaupstaðirnir ekkert meiri völd í nágrannahreppunum en áður, þó að þeir eigi jarðir í hreppnum. Afleiðingin verður aðeins aukin ræktun í nágrenninu, sem ekki var áður til. Jeg veit, að cinstöku menn óttast, að kaupstaðirnir og kauptúnin mundu nota þetta til þess að koma af sjer fátæklingum, sem þeir annars hefði þyngsli af, en jeg held, að það sje ástæðulaus ótti; það eru að vísu (kvmi til þess í kaupstöðum, að það hefir verið gefið með fólki, til þess að það yrði sveitlægt annarsstaðar, en það eru aðeins undantekningar, sem ekki er hægt að taka til greina hjer. Menn sjá líka, að í kaupstöðum og kauptúnum er mikil nauðsyn á auknu jarðnæði í kringum þá; þeim er því brýn þörf á þeim jörðum, sem liggja að landi kaupstaðanna, þar sem smábýlismenn í kaupstöðunum geta varið tómstundum sínum til þess að rækta landið, sjer og bæjarfjelaginu til gagns. Jeg álít þess vegna, að þessi heimild eða rjettur sje óhjákvæmilegur handa kaupstöðum og kauptúnum, því að þótt rjettur sje til í lögunum, að taka megi eignarnámi til almenningsheilla, þá er slikt eignarnám svo þröngt, og verður líka naumast notað í þeim tilgangi, sem hjer er um að ræða.

Jeg skal þá ekki fjölyrða frekar um þetta mál. Jeg leyfi mjer að óska þess, að þvj verði vísað til nefndar; sennilega ætti það heima í landbn., og vildi jeg því mælast til, að því yrði vísað þangað.