11.03.1927
Neðri deild: 27. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í C-deild Alþingistíðinda. (2328)

62. mál, skipting Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi

Ólafur Thors:

Hv. flm. taldi mjer skylt að bera fram hjer í hv. deild tillögu um breytingu á kjördæmaskipuninni. Það er nú auðvitað rangt, að sú skylda hviJi á mjer öðrum fremur, og mun jeg að svo stöddu eigi verða við ósk hans. Hinsvegar hefi jeg hugsað mjer að flýta frekar en tefja fyrir því, að sá flokkur, er jeg telst til, taki vel í slíka breytingu.

En af því jeg nú þannig í þessu sem öðru skipa mjer þar í fylkingu, sem mjer sýnist rjettlætið vera fyrir, má hv. flm. vita, að jeg mun beita mjer gegn stjórnarskrárfrv. hans, sem byggist á rangsýni flokkshagsmunanna. Hans flokkur á fylgi sitt nær eingögu í bæjunum, en þeir kjósendur eiga hægast um sókn á kjörstað, aðeins örfárra mínútna gang, en til sveita þurfa margir að leggja á sig langa ferð til kjörstaðar, og er því oft svo, að aðeins nokkrum hluta kjósenda er mögulegt að komast á kjörstað á einum og sama degi. Nú vill hv. flm., að allir þingm. skuli kosnir með landkjöri, þ. e. a. s., að hvert atkvæði teljist jafnt til sveita og í bæjum. En þetta er auðsætt ranglæti, vegna aðstöðumunarins um sókn á kjörstað, ranglæti, sem fremja á í þágu flokkshagsmunanna. Þetta hefi jeg leyft mjer að draga inn í umræðurnar, vegna brigsla hv. flm. til mín, um að flokkshagsnnmir einir rjeðu aðstöðu minni til þessarar skiftingar, sem hjer liggur fyrir.

Hv. flm. er trúr hugsjón sinni, öruggur bardagamaður undir fána flokkshagsmunanna. Í þeirra þágu flytur? hann frv. þetta, með það eitt fyrir augum, að reyna á þennan hátt að vinna þingsæti fyrir flokk sinn. Vonin um hagsmuni til handa flokki sínum er honum nægjanleg rök í málinu, en atkv. hv. þdm. munu skera úr, hvort þessi lök ein eru einnig þeim nægjanleg. Úr því verður skorið við þessa eða siðari umræðu málsins í þessari hv. deild.

Það er rjett, sem hv. flm. sagði, að fái Gullbr.- og Kjósarsýsla 2 þingmenn, en Hafnarfjörður einn, verða ekki nema 850–900 kjósendur á hvorn þm. í sýslunum, en um 1300 í Hafnarfirði. En hitt er og rjett, að jafnaðarmenn eiga ekki fylgi 1/3 hluta kjósenda. Eru þeir flestir í Hafnarfirði og eiga því hægast um kjörsókn. Hitt eru fylgjendur Íhaldsflokksins. Með því nú að ræna þessa meir en 2/3 hluta kjósenda rjetti og gefa jafnaðarmönnum, er verið að fremja órjettlæti, sem jeg tel mjer skylt að berjast á móti. Háttv. flm. sagði, að ekki væru mörg hundruð kjósenda í Hafnarfirði á móti þessu frv. Hvernig veit hann þetta, þar sem engin yfirlýsing hefir komið fram í þessu máli, nema frá jafnaðarmönnum? Hann þykist vita þetta, en jeg verð að halda því fram, að jeg viti betur vilja manna þar syðra en hann. Jeg býst við, að háttv. flm. geti sjálfur reiknað þetta út. — Ef frv. verður til þess að tefla Hafnarfirði í hendur jafnaðarmanna, þá er ekki ólíklegt, að íhaldsmenn sjeu á móti því, úr því rjettlætið heimilar þeim andstöðu gegn skiftingunni, svo sem jeg hefi fært rök fyrir.

Háttv. þm. (HjV) segir máli sínu til sönnunar, að hann hafi verið á mörgum fundum með mjer í Hafnarfirði, þar sem þetta mál hafi verið rætt. Jeg man nú ekki eftir, að hafa verið á nokkrum fundi í Gullbr.- og Kjósarsýslu með þessum háttv. þm. (HjV). Hefi jeg þó verið þar á flestum hinum almennu fundum frá því jeg var kosinn á þing, og hefir þar ekki komið fram nein ósk um þessa skiftingu, nema einum einasta fundi, og aðeins frá einum einasta manni.