23.03.1927
Neðri deild: 37. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 163 í C-deild Alþingistíðinda. (2339)

62. mál, skipting Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi

Frsm. meiri hl. (Hjeðinn Valdimarsson):

Mjer finst hv. þm. (ÁJ) vera farinn að tala svo mikið rugl, að jeg fer ekki langt út í að svara honum. En ef hann vill aðeins taka til greina kjósendatölu Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, má hann heldur ekki miða við nema tölu Íhaldskjósenda í Gullbr.- og Kjósarsýslu, og síðustu kosningar þar hafa sýnt það, að Íhaldsflokkurinn er að vísu í meiri hluta í sýslunni, en þó á jafnaðarstefnan þar töluvert fylgi, og munu jafnaðarmenn allir þar óska skiftingar kjördæmisins.