19.04.1927
Neðri deild: 55. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í C-deild Alþingistíðinda. (2385)

32. mál, kosningar til Alþingis

Forseti (BSv):

Jeg álít óþarft að hafa langar umr. um þetta, hvort málið skuli tekið út af dagskrá eða ekki. Jeg býst við, að ef hv. 4. þm. Reykv. (HjV) hefði viljað, hefði hann getað skilað áliti fyrir þennan tíma. En þar sem hv. þm. óskar að koma fram með brtt., þá skal jeg nú, til þess að gera báðum til hæfis, taka þetta mál út af dagskrá nú, en tek það sem fyrsta mál á dagskrá á morgun. Getur málið þá komið jafnsnemma til umr. eftir sumardaginn fyrsta, eins og ef það hefði verið tekið fyrir í dag.

Með þessu þykist jeg hafa gert báðum aðilum jafnhátt undir höfði.