20.04.1927
Neðri deild: 56. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í C-deild Alþingistíðinda. (2390)

32. mál, kosningar til Alþingis

Jón Kjartansson:

* Jeg kveð mjer hljóðs vegna þess að jeg hefi ekki undirskrifað neitt nál., hvorki hv. meiri nje minni hl., en vil gera grein fyrir atkvæði mínu. Að vísu hefði jeg getað skrifað undir nál. hv. meiri hl., en vegna þess að mig skilur svo mikið á við hann í málinu, sem kemur hjer næst á eftir á dagskránni (frv. um atkvgr. utan kjörstaðar kjósanda), vildi jeg ekki gera það. En afstaða mín til málsins er sú, að jeg er með því, að flytja kjördaginn fram á vorið, en er ekki ánægður með 1. júlí, heldur daginn, sem við völdum á þinginu 1924, þó að mjer finnist ekki ástæða til að flytja brtt. í þá átt. Þá get jeg ómögulega aðhylst 2. brtt. hv. meiri hl. við 46. gr. kosningalaganna, um að fresta talningu atkvæða um 5 vikur. Þetta er vitaskuld, eins og hv. frsm. meiri hl. (ÁJ) tók fram, í beinu samræmi við það mál, sem kemur næst á eftir á dagskránni, en jeg vil ekki fara að ræða það nú, enda þótt kannske væri ástæða til þess. En jeg treysti því, að hv. deild felli þessa brtt., því að hún er alveg óþörf.

Jeg geri ekki ráð fyrir, að hið háa Alþingi fari nokkurntíma að samþykkja það frv., sem hjer kemur á eftir. Jeg mun fylgja þessu frv. með fyrri brtt. hv. meiri hl., en vera á móti hinni.

Ræðuhandr. óyfirlesið af þm.