30.03.1927
Neðri deild: 42. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 336 í C-deild Alþingistíðinda. (2498)

11. mál, útrýming fjárkláða

Tryggvi Þórhallsson:

Hjer er um tvennskonar lausn að ræða á sama máli, þar sem þessi tvö frv. eru. Þau eru nú bæði til 2. umr. En það er sanngjörn krafa, að þetta frv. sje tekið á undan hinu á dagskrána, með því að það er fyr fram komið, og í öðru lagi er það stjfrv., og því kurteisisskylda að afgreiða það svo.

Ennfremur vil jeg bæta því við, að samkunda bænda, sem sat á rökstólum í vetur, fyrir ekki alllöngu, hefir eindregið lagt til, að málið yrði leyst á þeim grundvelli, sem lagður er í stjfrv.

Út frá þessu þætti mjer rjett, að hæstv. forseti yrði við tilmælunum og ljeti þetta frv. bera fyr að.