20.04.1927
Neðri deild: 56. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 483 í C-deild Alþingistíðinda. (2548)

11. mál, útrýming fjárkláða

Frsm. minni hl. (Árni Jónsson):

Jeg vil bera þá ósk hjer fram í heyranda hljóði, er jeg hefi áður borið upp við hæstv. forseta, að mál þetta verði tekið út af dagskrá. Jeg hefi verið veikur og er alls ekki við því búinn að standa hjer í kappræðum. Jeg kom á fund, aðeins vegna þess að jeg hjelt, að litlar umræður mundu verða um málið, en nú hefir teygst úr þeim og mun teygjast drjúgum enn, ef svo á að tala vítt og breitt um málið sem gert hefir verið.

Jeg endurtek því þá ósk mína, að málið verði tekið út af dagskrá.