05.03.1927
Neðri deild: 22. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 549 í C-deild Alþingistíðinda. (2581)

60. mál, landnámssjóður Íslands

Ólafur Thors:

Það eru aðeins fáein orð. Þessi hugsjón, sem er gömul og aðflutt, getur í þessu sambandi ekki verið aðalatriðið, heldur hitt, að nú er fengið það form, sem gefur von um, að hugsjónin komist í framkvæmd. Formið, sem nú hefir verið bent á, er frumlegt og verður þess vegna aðalatriðið. Jeg held líka, að ekki mundi svo margir hafa látið í ljós ánægju sína eins og nú hafa gert, ef ekki væri borið fram eitthvað nýtt og gott í málinu.