08.04.1927
Neðri deild: 50. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 629 í C-deild Alþingistíðinda. (2647)

94. mál, sauðfjárbaðanir

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Mjer finst það rjett, að ekki fari fram atkvgr. um þetta mál, meðan annað frv., svipaðs efnis og komið frá stjórninni, liggur hjer fyrir þinginu óútkljáð. Hv. flm. ættu ekki að hafa neitt á móti því, að atkvgr. við 3. umr. þess frv. fari fram á undan þeirri atkvgr., sem nú stendur fyrir dyrum, því að ef frv. stjórnarinnar verður felt, er nægur tími að greiða atkv. um þetta frv., en verði frv. stjórnarinnar samþ., verður þetta frv. óþarft.