08.04.1927
Neðri deild: 50. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 630 í C-deild Alþingistíðinda. (2651)

94. mál, sauðfjárbaðanir

Jörundur Brynjólfsson:

Jeg vil benda á, að þótt útrýmingarfrv. verði samþ., þá er hjer í þessu frv. á ferðinni alt annað efni. Það er nokkur frestur, þar til útrýmingarböðunin á að fara fram. Þangað til gæti ákvæði þessa frv. komið í góðar þarfir. Frv. gætu því bæði náð fram að ganga, því að þetta frv. felur í sjer mikla umbót frá núgildandi lögum.

Jeg styð því eindregið tilmæli háttv. þm. Barð., að málið sje nú þegar tekið til meðferðar. Sje háttv. þingmönnum ant um að koma því fyrir kattarnef, þá þeir um það. Jeg tel ekki eftir þeim heiðurinn af að drepa það.