08.04.1927
Neðri deild: 50. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 630 í C-deild Alþingistíðinda. (2653)

94. mál, sauðfjárbaðanir

Árni Jónsson:

„Eggjar nú móðir vor oss lögeggjan“, datt mjer í hug, er hv. 2. þm. Árn. (JörB) hóf upp sína snjöllu raust.

Jeg er reiðubúinn að greiða atkv. nú þegar, ef það er ósk háttv. þingmanna. En jeg hafði skilið svo aðstandendur þessa frv., að ekki gæti komið til mála að þetta frv. hjeldi áfram, fyr en útsjeð væri um afdrif útrýmingarfrv. stjórnarinnar.

En úr því mönnum er það áhugamál að bítast um málið nú, þá er síður en svo, að jeg hafi fyrir mitt leyti nokkuð á móti því.