26.04.1927
Neðri deild: 59. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 642 í C-deild Alþingistíðinda. (2665)

94. mál, sauðfjárbaðanir

Atv. og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Mín vegna þarf ekki að taka þetta mál af dagskrá. En jeg hjelt, að hæstv. forseta (BSv) kynni að þykja ástæða til þess, þar sem hv. þm. Str. (TrÞ) hefir flutt víðtækar brtt., en hefir nú eigi færi á að vera viðstaddur.