26.04.1927
Neðri deild: 59. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í C-deild Alþingistíðinda. (2671)

94. mál, sauðfjárbaðanir

Árni Jónsson:

Það sje fjarri mjer, að vilja gera vini mínum, hv. þm. Barð. (HK) nokkra óvirðingu. þvert á móti vil jeg nú leggja til, að stofnað sje nýtt embætti við þingið, og mætti kalla það fararstjóraembætti. Ætti enginn þingmaður að fá leyfi til að fara út úr þinghúsinu án þess að biðja fararstjóra leyfis. — Jeg þarf ekki að taka fram, að hv. þm. Barð. (HK) væri sjálfkjörinn til embættisins. (HK: Ja, svei! — Þá skyldu ekki margar óþarfaferðir farnar!).