04.05.1927
Neðri deild: 66. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 716 í C-deild Alþingistíðinda. (2720)

97. mál, gin- og klaufaveiki

Frsm. (Árni Jónsson):

* Hæstv. atvrh. hefir nú sannað fyrir hv. deild, að hann getur lesið dagskrártill. landbn. rjett, en hitt á hann eftir að sanna, að bann geti skilið hana rjett.

En jeg vil benda honum á eitt úrræði enn, og það eru bráðabirgðalög. Ef veikin hefði borist til Noregs áður en heimildin í fyrra var gefin, þá hefði stjórnin getað gefið út bráðabirgðalög, upp á væntanlegt samþ. þingsins. Þessar útgöngudyr hefir stjórnin altaf milli þinga, og enginn hefir neitt út á það að setja, þó að hún noti sjer það, þegar nauðsyn krefur.

Þá var hæstv. ráðh. að spyrja um, hvað átt væri við með því að segja, að veikin gangi eða sje orðin landlæg. Jeg er hissa á, að hæstv. ráðh. skuli spyrja svona barnalega. Þetta er mjög algengt orðalag og virðist ekki þurfa skýringar við, neina ef vera skyldi í íslenskutíma í einhverjum barnaskóla. Þá vildi hæstv. atvrh., að nefndin segði til, hvort Noreg allan beri að skoða sýktan eða ekki. Þessu getur nefndin ekki svarað. En jeg get skýrt frá því, sem hæstv. ráðh. (MG) hefir borið fyrir nefndinni og haft eftir upplýsingum frá Noregi, að Norðmenn sjálfir telja sig hafa yfirunnið veikina.

Þá sagði hæstv. ráðh. ennfremur að jeg hefði eftir sjer, að sáralítið öryggi væri í þeim lögum, sem til eru í þessu efni. En þetta er misskilningur. Jeg sagði, að nefndin hefði lítið öryggi í þessu, eftir þeim skilningi, sem stjórnin leggur í heimildarlögin.

Þá sagði hæstv. ráðh., að frv. væri líkt að efni og auglýsing stjórnarinnar í vetur, og má það til sanns vegar færa. En með því er verið að bæta úr því, sem hæstv. atvrh. sagði við 2. unir. að vantaði í heimildarlögin, og því væri spurningin um, hvort reglugerðin hefði stoð í lögum eða ekki. (Atvrh. MG: Þetta er ekki rjett.) Jú, þetta er rjett, eftir því sem orð hæstv. ráðh. fjellu þá. (Atvrh. MG: Jeg segi nei!). Það er ekki til neins fyrir hæstv. ráðh. að neita þessu, og næsta undarlegt, að hann skuli nú vera mótfallinn því, að fá þá stoð, er hann taldi í vetur að vantaði undir reglugerðina.