18.05.1927
Efri deild: 77. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 729 í C-deild Alþingistíðinda. (2733)

97. mál, gin- og klaufaveiki

Frsm. (Ingvar Pálmason):

* Jeg þarf aðeins að segja nokkur orð út af ræðu hv. 1. landsk. (JJ). Hann taldið málið hafa verið óhæfilega lengi í nefnd. Þetta vil jeg leiðrjetta, sakir þess, að það mætti e. t. v. skiljast svo, sem hv. meiri hl. nefndarinnar hafi lagst þar á málið, af því að hann væri því andvígur. Frv. var vísað til landbn. 6. maí, en nál. er dagsett 14. maí. Á þessum 8 dögum hjelt nefndin 5 fundi um málið, og fæ jeg ekki skilið, hvernig jafnstóru máli átti að ljúka á skemri tíma.

*Ræðuhandr. ólesið af þm.