09.05.1927
Neðri deild: 70. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 782 í C-deild Alþingistíðinda. (2783)

64. mál, forkaupsréttur kaupstaða og kauptúna á hafnarmannvirkjum

Hjeðinn Valdimarsson:

Jeg vil aðeins mótmæla því, að máli þessu sje nú vísað til stjórnarinnar og því barið við, að það skorti allan undirbúning. Það hefir fengið allan þann undirbúning, sem venjulegur er hjer. Það er búið að koma sex sinnum til umræðu, það lá lengi í allshn. Ed. og hún afgreiddi það frá sjer í einu hljóði. Einnig hefir allshn. þessarar hv. deildar lagt til, að það verði samþykt. Það er því engin ástæða til þess að stöðva framgang þessa máls vegna undirbúningsleysis. Auk þess hefir það sýnt sig, að kaupstöðunum er brýn nauðsyn á því að fá svona lög.