10.02.1927
Efri deild: 2. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í B-deild Alþingistíðinda. (28)

Kosning fastanefnda

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg vil aðeins benda hv. þm. á, að þeir eru hjer að fara fram á nokkuð, sem ekki er framkvæmanlegt eins og nú er komið. Hjer er búið að kjósa 5 menn í 3 fastanefndir og eftir er að kjósa 3 menn í 4 nefndir, en það gerir 27 nefndarsæti. Nú er hjer ekki nema 12 mönnum á að skipa, því að 2 eru undanþegnir, forseti og ráðherra, og með því að skipa hvern þeirra í 2 nefndir er ekki unt að fylla nema 24 nefndarsæti af þessum 27. Þetta er því samkvæmt hlutarins eðli óframkvæmanlegt, og þýðir ekki um það að deila.

Þá var kosningum haldið áfram.

5. Sjávarútvegsnefnd.

Á A-lista voru BK, JJós, en á B-lista JBald, MK. A-listi fjekk 8 atkv., en B-listi 6 atkv. Kosningu hlutu því:

Björn Kristjánsson,

Jón Baldvinsson,

Jóhann Jósefsson.

6. Mentamálanefnd.

Á A-lista voru IHB, JóhJóh, en á B-lista JJ. Kosningu hlutu án atkvgr.:

Ingibjörg H. Bjarnason,

Jónas Jónsson,

Jóhannes Jóhannesson.

7. Allsherjarnefnd.

Á A-lista voru JóhJóh, JJós, en á B-lista GÓ, IP. A-listi fjekk 8 atkv., en B-listi 6 atkv. Kosningu hlutu því:

Jóhannes Jóhannesson,

Guðmundur Ólafsson,

Jóhann Jósefsson,

Stjórnarfrumvörp lögð fram.

Á sama fundi mælti