11.04.1927
Efri deild: 50. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 890 í C-deild Alþingistíðinda. (2838)

8. mál, samskólar Reykjavíkur

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg hjelt, að jeg hefði tekið það nógu skýrt fram áðan, að jeg ætlaðist til, að svipaðar reglur og upp verða teknar í Rvík eigi að gilda alstaðar á landinu. Hvað kennarafjöldann snertir, þá er það alls ekki mín meining að hafa svo marga kennara, að þeir hafi ekkert að gera. það er fjarri því, og munu áreiðanlega verða gerðar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru, til þess að fyrirbyggja það.