17.03.1927
Efri deild: 30. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 213 í B-deild Alþingistíðinda. (286)

5. mál, iðja og iðnaður

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg gleymdi að nefna eitt dæmi um iðjuleyfi, sem ekki er gripið úr lausu lofti. Mjer er kunnugt um, að maður einn hjer í bænum ætlar að leggja fyrir sig að slípa steina til þess að gera úr þeim verslunarvöru. Þetta er verk handa aðeins einum manni, en er þó ekki handiðn. (JóhJóh: Heimilisiðnaður). Það , sem ekki er rekið á heimilinu, getur naumast kallast heimilisiðnaður. En eftir lögunum fellur undir iðju það, sem ekki er handiðn, og í þessu tilfelli fyndist mjer ósanngjarnt að láta manninn borga 500 kr. fyrir leyfið.