10.03.1927
Neðri deild: 26. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 918 í C-deild Alþingistíðinda. (2862)

53. mál, strandferðaskip

Jón Auðunn Jónsson:

* Jeg skal verða við ósk hæstv. atvrh. um að vera fáorður. — Mjer þykir margt undarlegt við frv. þetta, t. d. það, að háttv. flm. kom ekki fram með neina áætlun um rekstrarkostnað skipsins eða hve mikill halli mundi verða á rekstri þess. Í öðru lagi upplýsti hann það, að það væri hagnaður fyrir skipið að sigla á smærri hafnirnar, en tap að sigla á þær stærri. Þetta er vísdómur, sem ekki hefir komið fram fyr. En ef að háttv. þm. getur sannað þetta eða talið mönnum trú um það, þá skal jeg lofa honum því, að vera með fjárveitingu, alt að 100 þús. kr. til strandferða á minni hafnirnar, því að af þessu myndi hljótast stórgróði, samkvæmt vísdómi háttv. þm. (SvÓ).

Jeg ætla ekki að ræða frv. meira að sinni, en geymi það, þar til málið hefir verið athugað í nefnd.

*Ræðuhandr. óyfirlesið af þm.