17.03.1927
Efri deild: 30. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 214 í B-deild Alþingistíðinda. (289)

5. mál, iðja og iðnaður

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Þetta, sem jeg sagði, á ekki nokkurn skapaðan hlut skylt við Gróusögur. Jeg tók dæmi úr virkilegu lífi, dæmi um það, þegar iðja rís upp og byrjar í smáum stíl. Ef góð skilyrði eru fyrir hendi, getur hún lifað og vaxið. Annars deyr hún og maðurinn, sem til hennar stofnar, situr eftir með tapið. Mjer finst ekki rjett undir svona kringumstæðum að taka mjög hátt gjald fyrir iðjuleyfi.