11.03.1927
Neðri deild: 27. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1165 í C-deild Alþingistíðinda. (2986)

80. mál, stjórnarskipunarlög

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg get staðfest, að hæstv. forsrh. kom til mín og sýndi mjer þetta atriði úr þingsköpunum. En jeg hafði ekki neina aðstöðu til þess að taka tillit til þess, enda hefir það sýnt sig stundum áður, að hæstv. forsrh. hefir ekki skilið stjórnarskrána rjett og forseti orðið að benda honum á það.

Annars óska jeg þess, að hæstv. forseti úrskurði, hvort atkvæðagreiðslan skuli lögmæt teljast. Þar sem jeg er flm. málsins og form. þeirrar nefndar, sem því er vísað til, verð jeg að krefjast þess úrskurðar.