15.03.1927
Neðri deild: 30. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1256 í C-deild Alþingistíðinda. (3042)

79. mál, stöðvun á verðgildi íslenskra peninga

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg get ekki horfið frá því, að það er altaf gengishækkunin 1925, sem hv. þm. Str. hefir verið að prjedika um, en hefir ekki minst á hækkunina, sem varð haustið 1924. En hvað snertir gildi þeirra verðlagsskráa, sem hv. þm. (TrÞ) var að lesa upp, þá vil jeg benda hv. þm. á, að verðlagsskrár hafa mjög litla þýðingu, og það er engin rækt lögð við samningu þeirra, því að þær eru þýðingarlitlar. Það eru svo að segja aðeins aukatekjur presta, sem reiknaðar eru eftir þeim, og svo einstöku landsskuldir, svo að það sönnunargagn, sem hv. þm. (TrÞ) þykist hafa fundið máli sínu í verðlagsskránum, er gersamlega máttlaust.