19.03.1927
Neðri deild: 34. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1335 í C-deild Alþingistíðinda. (3067)

82. mál, einkasala á tilbúnum áburði

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg held fast við það, að Búnaðarfjelag Íslands sje fjelag einstakra manna og stjórnin hafi því ekki ráð yfir því, hvernig lög þess sjeu gerð, hvort þau sjeu baldin eða brotin. Hún getur hvorki skipað fjelaginu að halda áfram að starfa nje lagt það niður. Hún getur ekki skipað búnaðarfjelaginu fyrir eða breytt lögum þess. Það hefir verið blandað hjer inn í, sjerstaklega af hv. þm. Str., þeim opinberu störfum, sem fjelaginu eru falin, og fjárstyrkur sá, sem það fær úr ríkissjóði. Það er auðvitað hægt að taka styrk þennan af fjelaginu, en það er ekki á valdi stjórnarinnar, heldur Alþingis. En svona er þetta um allar fjárveitingar, einnig fjárveitingar til einstakra manna, svo að í þessu felst engin sönnun fyrir því, að Bfj. Ísl. sje ekki fjelag einstakra manna. Alþingi hefir ekki sett Búnaðarfjelaginu lög. Það er mishermi hjá hv. þm. Str.