23.02.1927
Efri deild: 12. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1399 í C-deild Alþingistíðinda. (3123)

35. mál, einkasala á saltfisk

Ingvar Pálmason:

Jeg viðurkenni fúslega, að jeg finn, að það er rjett hjá hæstv. fjrh., að það er ekki sanngjarnt að ætlast til, að hverskonar fyrirspurnum til stjórnarinnar verði svarað samstundis, og geri jeg því ekki frekari kröfur nú. Jeg geri ekki ráð fyrir svari, nema fyrirspurn mín komi fram á þann hátt, sem þingsköp mæla fyrir.

Hv. þm. Vestm. þarf jeg ekki að svara miklu. Jeg skal viðurkenna, að umr. um þetta mál, eins og þær hafa farið fram í dag, færa oss ekki mikið nær takmarkinu. En jeg býst við, að athugun í nefnd gæti fært oss feti nær því. Hv. þm. Vestm. hefir ekki bætt úr þeirri kvörtun minni, að ekki sæist bóla á neinu öðru til umbóta.