19.02.1927
Efri deild: 9. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í D-deild Alþingistíðinda. (3153)

33. mál, veðurfregnir frá Grænlandi

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg skal aðeins geta þess, að alt, sem veðurstofan hefir gert, hefir verið gert í fullu samráði við stjórnina. Annars hefi jeg ekkert á móti því, að þessu verði breytt á þann veg, að stjórnin annist þetta beint. Stjórnin mun gera það sem hægt er til þess að hraða málinu. Jeg geri ráð fyrir, að sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn verði beðinn að annast málið og reka það með þeim hraða, sem unt er.